Back to All Events
Á kvæðalagaæfingum eru kveðnar og kenndar ýmsar áhugaverðar stemmur og á þessari æfingu verða kveðnar haustvísur úr safni Iðunnar og stemmur m.a. úr Kjós, Kjalarnesi og Akranesi.
Æfingarnar eru bæði fyrir börn og fullorðna.
Rósa Jóhannesdóttur formaður rímnalaganefndar Iðunnar hefur umsjón með æfingunni.
Æfingin er í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegs og Bragagötu. Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.