Back to All Events

Aðalfundur Kvæðamannafélagsins Iðunnar

  • Tónskóli Sigursveins Hraunbergi 2 111 Reykjavík Iceland (map)

Sal Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 111 Reykjavík
Venjuleg aðalfundarstörf. 
4. gr. í lögum Kvæðamannafélagsins Iðunnar fjallar um aðalfund, þar segir:
Aðalfund skal halda eigi síðar en 31. mars ár hvert nema sérstakar ástæður banni. Skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara og telst löglegur, ef löglega er til hans boðað.
Stjórn og nefndir skulu kosnar til eins árs í senn, og skal kosning vera skrifleg, þegar fleiri eru í framboði en kjósa skal.
Í öllum kosningum og atkvæðagreiðslum ræður einfaldur meirihluti atkvæða.
Fastir dagskrárliðir aðalfundar skulu vera:
1. Skýrsla formanns.
2. Skýrsla féhirðis.
3. Skýrslur nefnda.
4. Ákvörðun árstillags.
5. Lagabreytingar..
6. Kosningar:
a) Kosning formanns.
b) Kosning varaformanns.
c) Kosning þriggja annarra stjórnarmanna.
d) Kosning þriggja varamanna í stjórn.
e) Kosning formanns rímnalaganefndar.
f) Kosning formanns vísnanefndar.
g) Kosning formanns þjóðlaganefndar.
h) Kosning formanna annarra nefnda.
i) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og
tveggja til vara
7. Önnur mál.
 
Allir stjórnar-, varastjórnar- sem og skoðunarmenn reikninga gefa kost á sér áfram. 
Það vantar varaskoðunarmann vegna fráfall Björns S. Stefánssonar, einnig formann ferðanefndar. Aðrir nefndarmenn gefa kost á sér áfram.
Líst er eftir framboðum.


Félagsfundur Iðunnar verður haldinn í framhaldi af aðalfundi. Dagskrá hans og aðrir viðburðir Iðunnar í mars verða auglýstir síðar.

Previous
Previous
March 6

Kvæðalagaæfing

Next
Next
March 20

Söngvaka