Í sal Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 111 Reykjavík
Dagskrá fundarins verður fjölbreytt og áhugaverð og tengist einnig jólum.
Gerður Kristný flytur ljóð úr nýjustu ljóðabók sinni Jarðljós.
‘Jólaboð hjá heiðurshjónum’;. Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur flytur erindi um jólahald á heimili Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Kaupmannahöfn.
Sigrún Erla Hákonardóttir flytur frumsamin ljóð úr nýrri ljóðabók er nefnist Hljóð.
Grímstungusystur, þær Bára og Guðrún Sesselja Grímsdætur kveða tvísöngsstemmur við vísur eftir ömmu sína, Péturínu Jóhannsdóttur og Grím Lárusson föður sinn.
Bragfræðihornið – Ragnar Ingi Aðalsteinsson fjallar um bragfræði á léttum nótum.
Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla
hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.