Back to All Events
Fjölbreytt skemmtidagskrá, m.a.:
Þorsteinn Björnsson flytur erindi um vikivakakvæði.
Rósa Þorsteinsdóttir segir frá þjóðfræðisafni Árnastofnunar og hljóðritum Iðunnar sem þar eru varðveitt.
Valdimar Tómasson skáld flytur frumsamin kvæði.
Bára Grímsdóttir kveður nokkra mansöngva úr þriðja bindi Sýnisbókar íslenskra rímna, sem Sir William A. Craigie tók saman.
Fastir liðir: bragfræðihornið í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar, samkveðskapur í umsjón Báru Grímsdóttur, einnig litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.
Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.