Back to All Events

Aðalfundur og Félagsfundur

  • Tónskóli Sigursveins Hraunberg 2 (map)

AÐALFUNDUR kl. 20:00 – 21:05

Hlé

FÉLAGSFUNDUR kl. 21:25– 22:30

Dagskrá félagsfundarins eftir aðalfundinn og hlé:

  • Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, mun spjalla um rannsóknir á því hvernig dýr birtast í alþýðuhefðum og þá sérstaklega í alþýðufrásögnum um bjarndýr. Þar eru meðal annars skoðaðar frásagnaraðferðir sem sagnaþulir nota við lýsingar á líkamshegðun, hugsunum og tilfinningum bjarndýra. Síendurteknar hugmyndir um náttúrulega- og yfirnáttúrulega eiginleika koma við sögu sem og það hvernig sú merking sem menn gefa hvítabjörnum hefur frá fornu fari tekið breytingum. Tekin verða dæmi úr Hrólfs sögu Kraka, Bjarkarímum og af íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Þá væri gaman að taka spjall, og kannski einhverjar stemmur um dýr í kveðskap.

  • Enski söngvarinn og gítarleikarinn Chris Foster flytur þjóðlög frá heimalandi sínu.

  • Einnig verða fastir liðir, samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur, litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínu Davíðsdóttur.

Previous
Previous
March 5

Kvæðalagaæfing

Next
Next
March 19

Söngvaka