Fyrirlestur og námskeið í Nestúni 2-4, Hvammstangi
Kl. 10:00 Agnar Levy, flytur erindi um skáldin/hagyrðinga úr Vestur-Húnavatnssýslu.
Kl. 10:30 – 12:30 Kveðskaparnámskeið – Kvæðamenn af Vatnsnesi. Stemmur systkinanna frá Bergstöðum og Jóns Lárussonar. Leiðbeinandi Bára Grímsdóttir með aðstoð Rósu Þorsteinsdóttur.
Kl. 12:30 Hádegisverður í Sjávarborg. Verð: 2.850 kr
Sjávarréttasúpa með hörpuskel, þorski og risarækju. Borið fram með heimabökuðu brauði og smjöri – kaffi & te er innifalið.
Kl. 13:30 – 15:30 „Þjóðlög sungin í einföldum útsetningum“. Leiðbeinandi Linus Orri Gunnarsson Cederborg.
Kl. 15:30 heimsókn að Stöpum á Vatnsnesi til Kjartans Sveinssonar og Maríu Huldar Markan. Þar verður boðið upp á kaffi og með því og kveðið úr rímum eftir Guðmund Bergþórsson. Einnig stansað við minnisvarðann um Guðmund Bergþórsson.
Kl. 19:30 Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka í Félagsheimilinu. Verð: 5.000 kr
Þorvaldur Björnsson matreiðslumaður sér um veislu með lambahlaðborði og eftirrétti.
Skemmtidagskrá með kveðskap og fleiru. Ýmsir félagar Stemmu koma fram. Atli Freyr Hjaltason leiðir söngdansa.