Back to All Events

Stemma - Landsmót kvæðamanna á Hvammstanga

Fyrirlestur og námskeið í Nestúni 2-4, Hvammstangi 

Kl. 10:00 Agnar Levy, flytur erindi um skáldin/hagyrðinga úr Vestur-Húnavatnssýslu.
 
Kl. 10:30 – 12:30 Kveðskaparnámskeið – Kvæðamenn af Vatnsnesi. Stemmur systkinanna frá Bergstöðum og Jóns Lárussonar. Leiðbeinandi Bára Grímsdóttir með aðstoð Rósu Þorsteinsdóttur.
 
Kl. 12:30 Hádegisverður í Sjávarborg. Verð: 2.850 kr
Sjávarréttasúpa með hörpuskel, þorski og risarækju. Borið fram með heimabökuðu brauði og smjöri – kaffi & te er innifalið. 
 
Kl. 13:30 – 15:30 „Þjóðlög sungin í einföldum útsetningum“. Leiðbeinandi Linus Orri Gunnarsson Cederborg.
 
Kl. 15:30 heimsókn að Stöpum á Vatnsnesi til Kjartans Sveinssonar og Maríu Huldar Markan. Þar verður boðið upp á kaffi og með því og kveðið úr rímum eftir Guðmund Bergþórsson. Einnig stansað við minnisvarðann um Guðmund Bergþórsson. 
 
Kl. 19:30 Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka í FélagsheimilinuVerð: 5.000 kr
Þorvaldur Björnsson matreiðslumaður sér um veislu með lambahlaðborði og eftirrétti. 
Skemmtidagskrá með kveðskap og fleiru. Ýmsir félagar Stemmu koma fram. Atli Freyr Hjaltason leiðir söngdansa.

Previous
Previous
April 21

Stemma - Landsmót kvæðamanna á Hvammstanga

Next
Next
April 23

Stemma - Landsmót kvæðamanna á Hvammstanga - Aðalfundur Stemmu