Back to All Events
í Söngskólanum í Reykjavík, Laufásvegi 49, á horni Laufásvegs og Bragagötu.
Gengið inn í portið á bak við húsið frá Bragagötu, innstu dyr.
Allar kvæðalagaæfingar Iðunnar eru opnar bæði börnum og fullorðnum, en á þessari æfingu verða kveðnar vísur og sungin kvæði sem höfða sérstaklega til unga fólksins.
Rósa Jóhannesdóttir, formaður rímnalaganefndar hefur umsjón með æfingunum.
Aðgangur ókeypis. Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.