Back to All Events

Fundur

  • í sal Tónskóla Sigursveins Hraunberg 2 111 Reykjavík Iceland (map)

 Fjölbreytt skemmtidagskrá, m.a.:

Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi.

Hvaðan komu þau og hvernig hefur þeim reitt af? Hin tignarlegu hreindýr íslenska hálendisins eru til umfjöllunar í þessu tímamótaverki Unnar Birnu Karlsdóttur. Höfundur mun kynna bókina og lesa upp úr henni og Bára Grímsdóttir mun kveða Hreindýrsrímu eftir Guðnýju Árnadóttur.

 Margrét Eggertsdóttir segir frá nýútkominni bók með lausavísum og nokkrum gamansömum veraldlegum kvæðum eftir sr. Hallgrím Pétursson. Þetta er fimmta bindið í fræðilegri heildarútgáfu á verkum skáldsins sem gefin er út af Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Vitað er að Hallgrímur var mikilvirkur vísnasmiður og hafði góða kímnigáfu. Kveðskapurinn í þessu bindi staðfestir það og birtir að nokkru leyti aðra hlið á skáldinu en þá sem flestir þekkja.

 Minning Björns S. Stefánssonar

 Fastir liðir: Bragfræðihornið í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar samkveðskapur í umsjón Báru Grímsdóttur og Rósu Jóhannesdóttur, einnig litla hagyrðingamótið og afli Skáldu í umsjón Sigurlínar Davíðsdóttur.

Verið hjartanlega velkomin á alla þessa viðburði og við hvetjum ykkur til að taka með ykkur gesti.

Previous
Previous
October 18

Söngvaka

Next
Next
November 4

Barna og fjölskyldu kvæðalagaæfing