Back to All Events

Haustferð Iðunnar

Að þessu sinni verður ekki farið langt því leiðin liggur í Hafnarfjörð. Dagskráin er í stórum dráttum á þessa leið: Kl 9:30 safnast fólk saman í morgunkaffi á Kænunni, Óseyrarbraut 2. Hægt er að taka strætó: Leið 1 Hfj. Skarðshlíð fer frá Hlemmi kl. 8:43 og stansar við Suðurbæjarlaug, en þaðan er um 8 mín. gangur að Kænunni. Eftir morgunhressinguna verður kveðið á Óseyri í minningu Skáld-Rósu sem átti þar heima um tíma, en síðan verður haldið að Byggðasafni Hafnarfjarðar þar sem tekið verður á móti hópnum. Kl. 13:00 bíður súpa dagsins með grilluðu brauði og smjöri á Kryddi í Hafnarborg við Strandgötu. Eftir hádegið verða Karmelsystur heimsóttar í klaustrið og eftir þá heimsókn tekur við gönguferð um gamla bæinn með leiðsögumanni. Gönguferðin endar á Fjörukránni þar sem fólki gefst kostur á að fá sér fordrykk og kveða saman en einnig verður sagt frá Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar. Kvöldverðurinn verður á sama stað og hádegismaturinn þar sem boðið verður upp á bleikju með rótargrænmeti, sætkartöflumús og hvítvíns-sósu eða hnetusteik með rótargrænmeti, sætkartöflumús og sveppasósu og súkkulaðifondant, vanilluís og ber í eftirrétt ásamt kaffi. Verð fyrir Iðunnarfélaga er 5.000 kr. en 7.000 kr. fyrir aðra (greiðist í peningum). Innifalið í því er aðgangseyrir, leiðsögn og matur, en fólk kaupir sér sjálft veitingar á Kænunni og Fjörukránni. Þátttaka í haustferð tilkynnist á netfangið rosat@hi.is eða í síma 8470870 í síðasta lagi þriðjudaginn 29. ágúst.

Reiknað er með að þau sem skrá sig taki þátt í allri dagskránni, þau sem ætla ekki gera það eru beðin um að geta þess við skráningu.

Munið að skrá óskir ykkar um kvöldmat og láta símanúmer fylgja.

Previous
Previous
May 17

Söngvaka

Next
Next
September 15

Vaka þjóðlagahelgi