Að þessu sinni verður ekki farið langt því leiðin liggur í Hafnarfjörð. Dagskráin er í stórum dráttum á þessa leið: Kl 9:30 safnast fólk saman í morgunkaffi á Kænunni, Óseyrarbraut 2. Hægt er að taka strætó: Leið 1 Hfj. Skarðshlíð fer frá Hlemmi kl. 8:43 og stansar við Suðurbæjarlaug, en þaðan er um 8 mín. gangur að Kænunni. Eftir morgunhressinguna verður kveðið á Óseyri í minningu Skáld-Rósu sem átti þar heima um tíma, en síðan verður haldið að Byggðasafni Hafnarfjarðar þar sem tekið verður á móti hópnum. Kl. 13:00 bíður súpa dagsins með grilluðu brauði og smjöri á Kryddi í Hafnarborg við Strandgötu. Eftir hádegið verða Karmelsystur heimsóttar í klaustrið og eftir þá heimsókn tekur við gönguferð um gamla bæinn með leiðsögumanni. Gönguferðin endar á Fjörukránni þar sem fólki gefst kostur á að fá sér fordrykk og kveða saman en einnig verður sagt frá Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar. Kvöldverðurinn verður á sama stað og hádegismaturinn þar sem boðið verður upp á bleikju með rótargrænmeti, sætkartöflumús og hvítvíns-sósu eða hnetusteik með rótargrænmeti, sætkartöflumús og sveppasósu og súkkulaðifondant, vanilluís og ber í eftirrétt ásamt kaffi. Verð fyrir Iðunnarfélaga er 5.000 kr. en 7.000 kr. fyrir aðra (greiðist í peningum). Innifalið í því er aðgangseyrir, leiðsögn og matur, en fólk kaupir sér sjálft veitingar á Kænunni og Fjörukránni. Þátttaka í haustferð tilkynnist á netfangið rosat@hi.is eða í síma 8470870 í síðasta lagi þriðjudaginn 29. ágúst.
Reiknað er með að þau sem skrá sig taki þátt í allri dagskránni, þau sem ætla ekki gera það eru beðin um að geta þess við skráningu.
Munið að skrá óskir ykkar um kvöldmat og láta símanúmer fylgja.