Stuðlar
Ljótt er að nota þessa stuðla á mis við þá reglu, sem lýst var, þó að sumir hafi gert það:
Þarna eru tvær og tvær ljóðlínur með sama hætti og í fornyrðislagi, en ein og ein sér um stuðla og eru þar tveir, en ekki tengdir við aðrar ljóðlínur.
Dróttkvæður háttur er talinn fyrst ortur í lok áttundu aldar; þar eru stuðlarnir þrír:
Stuðlar eru upphafsstafir orða, sem eru endurteknir í tveimur ljóðlínum samstæðum, og gefur þetta ljóðunum sérstakan hljómblæ.
Seint er um langan veg tíðinda að spyrja hversu stuðlar hófust, en þeir eru ævafornir í germönskum ljóðum. Í fjögur hundruð ár hafa Íslendingar verið einir um stuðlaða kveðskap. Þótt annarra þjóða skáld grípi til þeirra stundum, þá er það án reglu.
Stuðlareglur eru margbrotnar og verða best lærðar af ljóðum. Hér verður fyrst getið um stuðla í stuttum ljóðlínum, í fornháttum, rímnabrögum og skyldum háttum.
Þegar sérhljóðar eru stuðlar, gilda þeir allir jafnt sem einn stafur væri og þykir reyndar fallegra að sinn sé stafur í stuðli hverjum:
Enn til ökla svanna
íturvaxins gatk líta.
(Kormákur.)
Oft er þó sami sérljóði í stuðlunum öllum:
Og unun vakti ungu hjarta
sú undursjón svo gild og há.
(Kristján Jónsson.)
Séu samhjóðar stuðlar, þá er sami stafur í þeim öllum þremur:
Held ég ráð að hressa lund
og harmadægur skerða.
(Jón Guðmundsson lærði.)
Margir rugla saman hv og kv í stuðlum. Þessu veldur ósnjall framburður víða um land. Viðurstyggð er að sjá slíkt í stuðlun.
Stafurinn s hefur sérstöðu í stuðlasetningu. Ef s er stuðull, en næsti stafur er k, l, m, n, p eða t, þá verður einnig svo að vera í hinum stuðlunum. Þetta heita gnýstuðlar:
Skjól þó samt ekkert skýli
skal ei vind hræðast svalan.
(Bjarni Thorsteinsson.)
Slyngum þeim sláttumanni,
er slær allt hvað fyrir er.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hugurinn lömbum smalar smátt,
smýgur um víða geima.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Snyðja læt eg, kvað snerpir málms,
snekkju barð úr Sogni.
(Fjölþjófnisrímur gamlar.)
Spennir enni spöngin löng,
spíran víruð gulli
(Reinaldsrímur, eftir Sigurð blind?)
Stirndi á stál
og stæltar eggjar
(Hannes Hafstein.)
Sætt er í sólskins brekku
smalinn horfir á.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Stikaði djarft með stoltar svip
Snæfellingagoðinn.
(Alþingisrímur.)
Elsti bragarháttur norrænn er víst fornyrðislag:
Drúpir Höfði,
dauður er Þengill, —
hlæja hlíðir
við Hallsteini.
(Hallsteinn Þengilsson.)
Í þessum hætti eru stuðlar oftast tveir en stundum þrír og sýnir þessi vísuhelmingur hvort tveggja.
Ljóðaháttur er ævaforn bragur:
Hrímfaxi heitir,
er hverja dregur
nótt of nýt regin;
méldropa fellir hann
morgun hvern;
þaðan kemur dögg um dala.
(Valþrúðnismál.)
Rósta varð í ranni
Randvés höfuðniðja.
(Bragi inn gamli Boddason.)